Fara í efni

ÍSLE3FN05 - Íslenskar hrollvekjur fyrr og nú

Undanfari : ÍSLE2KB05
Í boði : Ekki alltaf

Lýsing

Fjallað verður um íslenskar hrollvekjur í sem víðustum skilningi, í ljósi fortíðar og nútíðar, frásagnarhefðar og sagnaskemmtunar og þær tengdar við erlendar bókmenntir af sama meiði. Litið verður til fornaldarsagna sem og íslenskra þjóðsagna sem margar hverjar hafa yfir sér óhugnanlegan blæ. Rætt verður um einkenni þessarar bókmenntategundar og það skoðað hvernig hún hefur breyst í aldanna rás og einnig reynt að finna út hvað skýrir vinsældir hrollvekja. Lesin verða nokkur verk sem flokkast geta undir þessa tegund bókmennta, rætt um þau og ritað. Verkin verða greind með hliðsjón af hefðinni og helstu samtímastraumum hverju sinni og einnig verður kvikmyndum, sem gerðar hafa verið eftir skáldsögum, gefinn gaumur. Nemendur verða einnig þjálfaðir í notkun bókmenntahugtaka og heimildavinnu. Nemendur kynna sér fræðilegar greinar sem tengjast efninu. Áhersla lögð á fjölbreytt og skapandi verkefni sem reyna á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og mismunandi hæfni nemenda, auka víðsýni og gagnrýna hugsun. Nemendur vinna ýmist hver fyrir sig eða með öðrum.
Getum við bætt efni síðunnar?