Fara í efni

ÍSLE3ÍG05 - Glæpasögur

Undanfari : ÍSLE2KB05
Í boði : Ekki alltaf

Lýsing

Í áfanganum verða lesnar íslenskar og erlendar glæpasögur, lítillega fjallað um sögu glæpasagnaritunar og nokkrir þekktir glæpasagnahöfundar kynntir. Glæpasöguformið verður skoðað og skilgreint og fjallað um stöðu glæpasögunnar innan bókmenntanna. Í áfanganum verða einnig skoðuð tengsl þessara bókmennta við aðra miðla svo sem sjónvarp og kvikmyndir. Nemendur lesa glæpasögur og vinna ýmis verkefni sem tengjast glæpasagnageiranum og semja meðal annars eigið hugverk á þessum nótum.
Getum við bætt efni síðunnar?