Fara í efni

ÍSLE3KF05 - Kvikmyndafræði

Undanfari : ÍSLE2KB05
Í boði : Ekki alltaf

Lýsing

Í námskeiðinu íslenskar kvikmyndir kynnast nemendur úrvali íslenskra kvikmynda, völdum til að sýna fjölbreytni í stefnum, söguskoðun og viðfangsefnum. Farið er í nokkur grunnatriði í kvikmyndagreiningu. Skoðað er hvernig kvikmyndir bera í sér menningu og samfélagsskoðun hvers tíma t.d. þegar kemur að kynhlutverkum. Einnig eru teknar til umfjöllunar kvikmyndaðar bókmenntir, barnamyndir og heimildarmyndir. Auk þess að fá innsýn í íslenska kvikmyndasögu og stefnur kynnast nemendur betur menningu og samfélagi Íslands gegnum myndirnar. Ætlast er til þess að nemendur taki virkan þátt í umræðum, sjái úrval þeirra kvikmynda sem fjallað er um í tímunum og vinni fjölbreytt verkefni, ýmist einir eða með öðrum. Áfanginn byggist á sex stoðum menntunar: Læsi í víðum skilningi, menntun til sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindum, jafnrétti og skapandi starfi.
Getum við bætt efni síðunnar?