ÍSLE3KS05 - Miðaldabókmenntir
Undanfari : ÍSLE2KB05
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Í þessum áfanga verður fjallað um helstu gerðir íslenskra miðaldabókmennta, frá eddukvæðum til Sturlungu, og hvernig þær lifa í nútímanum. Lesin verða valin kvæði og textar af ýmsum gerðum frá tímabilinu. Textarnir greindir og tengdir við það umhverfi sem þeir spretta úr. Jafnframt verða skoðuð ýmis nútímaverk sem sækja efnivið sinn í miðaldabókmenntir. Nemendur verða einnig þjálfaðir í notkun bókmenntahugtaka og heimildavinnu. Nemendur kynna sér fræðilegar greinar sem tengjast efninu. Áhersla lögð á fjölbreytt og skapandi verkefni sem reyna á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og mismunandi hæfni nemenda, auka víðsýni og gagnrýna hugsun. Nemendur vinna ýmist hver fyrir sig eða með öðrum.
Einingar: 5