ÍSLE3SÍ05 - Íslenskar smásögur
Undanfari : ÍSLE2KB05
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Í áfanganum er fjallað um smásögur í íslenskum bókmenntum og bókmenntasögu frá 19. öld til 21. aldar með sérstaka áherslu tengsl við evrópskar bókmenntir. Farið verður yfir þróun smásögunnar og tengsl við aðrar bókmenntagreinar og bókmenntasögu tímabilsins, nýja strauma og stefnur og ólíkar birtingarmyndir smásagna. Unnin verða ýmis konar valverkefni þar sem lögð verður rík áhersla á fjölbreyttar vinnuaðferðir, sjálfstæð vinnubrögð, skilvirka þekkingarleit, kunnáttu í meðferð og frágangi heimilda og skapandi hugsun og frumkvæði við úrvinnslu og skilaform verkefna.
Einingar: 5