Fara í efni

ÍSLE3ÞH05 - Þjóðfræði

Undanfari : ÍSLE2KB05
Í boði : Ekki alltaf

Lýsing

Í þessum áfanga verður farið í grunnþætti þjóðfræða. Greinin er kynnt og farið yfir hvað einkennir hana og hver eru þau lykilhugtök sem tengjast efninu um leið og ólíkir þættir menningarinnar eru kynntir (t.d. sögur, hátíðir, leikir, dansar, hlutir, hópar, texti, hegðun, munnleg geymd, ólíkar tegundir flutnings). Íslenskir þjóðhættir eru skoðaðir. Lesnar þjóðsögur og farið yfir kenningar þjóðsagnafræða. Hversdagsmenning nútíðar og fortíðar er skoðuð og áhrif hennar á tungumál og lífshætti. Rýnt er í nútímann með augum þjóðlífsfræða og metið hvernig hægt er að nota ólíka miðla og texta til að koma merkingu á framfæri á ólíka vegu. Farið yfir aðferðafræði og siðferðileg álitaefni við söfnun þjóðfræðiefnis. Í vinnu og verkefnum áfangans reynir á kunnáttu í heimildavinnu, frumkvæði, sjálfstæð og skapandi vinnubrögð, gagnrýna hugsun, umburðarlyndi og virðingu fyrir skoðunum annarra.
Getum við bætt efni síðunnar?