ÍSLE3TS05 - Félagsleg málvísindi
Undanfari : ÍSLE2KB05
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Í áfanganum er fjallað um áhrif félagslegra þátta á málfar, t.d. atvinnu, búsetu og kyn. Farið verður í ýmislegt sem tengist máltöku barna og tjáskiptum þeirra við fullorðna. Ýmsar nýlegar málfarsbreytingar kynntar og rannsakaðar. Jafnframt verður fjallað um sérstöðu mannsins þegar kemur að tjáskiptum almennt. Auk þess skoða nemendur hvort málsnið og málfar á netinu sé á einhvern hátt frábrugðið því sem gerist og gengur í raunheimum og hvaða áhrif samfélagsmiðlar hafa haft á tungumálið. Fjallað verður um það hvernig táknmál er uppbyggt og það tengt líkamstjáningu heyrandi fólks. Rætt verður um málstöðvar heilans og áhrif áfalla á þær. Nemendur kynna sér fræðilegar greinar sem tengjast efninu og vinna einnig margvíslegar málfarsrannsóknir. Áhersla lögð á sjálfstæð vinnubrögð og viðurkenndar rannsóknaraðferðir, viðeigandi meðferð og frágang heimilda. Verkefni eru fjölbreytt og reyna á frumkvæði, víðsýni og gagnrýna hugsun. Nemendur kynna verkefni, bæði einir og með öðrum.
Einingar: 5