ÍSLE3UM05 - Málfræði og málsaga
Undanfari : ÍSLE2KB05
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Í þessum áfanga verður fjallað um málfræði með óhefðbundnum og hefðbundnum hætti. Rætt verður um það hvernig mál verða til og þróast, skyldleika tungumála og íslenska málfræði og hún tengd íslenskri málsögu. Rýnt í grundvöll orðflokkagreiningar, bæði í íslensku og öðrum tungumálum, skyldum sem óskyldum, og hlutverk orðflokkanna í tungumáli. Farið verður í uppruna orða og skyldleika, eiginlega og yfirfærða merkingu þeirra, orðtök og málshætti. Saga og þróun íslenskunnar rakin í stórum dráttum frá upphafi til okkar daga. Nemendur vinna fjölbreytt og skapandi verkefni sem byggjast á öflun heimilda af ýmsu tagi og kynna niðurstöður þeirra. Áhersla er á að nemendur sýni frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð, beiti fræðilegum aðferðum og gagnrýnni hugsun. Nemendur vinna ýmist hver fyrir sig eða með öðrum.
Einingar: 5