ÍÞRF3BK05 - Hjarta og blóðrás
Undanfari : ÍÞRF3BL05
Í boði
: Vor
Lýsing
Í áfanganum er fjallað um starfsemi hjarta og blóðrásarkerfis, lungna- og taugakerfis og gerð vöðvaþráða. Einnig er fjallað um þol, kraft, hraða, liðleika, tækniþjálfun og markmiðsáætlanir. Farið er í gerð þjálfunaráætlana til lengri og skemmri tíma. Í áfanganum er fjallað um helstu grunnþætti íþróttasálfræðinnar. Skoðuð eru ýmis áreiti sem hafa áhrif á getu íþróttamanna. Fjallað er um spennu (streitu) og helstu spennuvalda, slökun og hugrækt af ýmsu tagi. Lögð er áhersla á að nemandinn öðlist þekkingu og skilning á eigin líkamsstarfsemi með það að markmiði að auðvelda honum að taka ábyrgð á eigin lífsháttum m.t.t. þess að viðhalda eigin heilbrigði.
Einingar: 5