ÍÞRG1ÚT03 - Útivist
Í boði
: Haust
Lýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á útivist, líkams- og heilsurækt. Áfanginn er bóklegur og verklegur og nemendur læra ýmislegt varðandi undirbúning og aðferðir til útivistar. Nemendur fara í gönguferðir þar sem ýmis verkefni eru leyst. Svo er ein stór ferð áætluð þar sem nemendur fara í skálaferð. Farið er ítarlega í undirbúning slíkrar ferðar ,þ.á.m. meðferð búnaðar og matar. Einnig fá nemendur tækifæri til að kynnast öðrum möguleikum útivistar, s.s. að útbúa ratleik og aðra leiki.
Einingar: 3