Fara í efni

ÍÞRG2ÍF04 - Fjölíþróttir

Í boði : Vor

Lýsing

Áfanginn samanstendur af verklegri kennslu í fjölbreyttum íþróttagreinum s.s. hópíþróttum í sal, sundi, glímu, íshokkí, krullu, klifri á klifurvegg, golfi, bandy, badminton og skíðum/bretti. Lögð er áhersla á fjölbreytta hreyfingu og fræðslu um þætti sem íþróttamenn þurfa að hafa í huga þegar þeir stunda mismunandi íþróttir. Nemandinn fer í heimsóknir til íþróttafélaga og kynnist ýmsum greinum og prófar. Lögð verður áhersla á fjölbreytta líkamsþjálfun þar sem unnið er markvisst að því að nemandi finni hreyfingu við sitt hæfi út frá getu og áhuga.
Getum við bætt efni síðunnar?