Fara í efni

ÍÞRG2ÞS03 - Grunnþjálfun íþrótta

Í boði : Haust

Lýsing

Í áfanganum verður farið yfir grunnþjálfun íþrótta. Með grunnþjálfun er átt við eiginleikana þol, styrk, liðleika, snerpu/hraða og samhæfingu. Notaðar verða mismunandi íþróttagreinar til þess að sýna hvernig þessir eiginleikar eru þjálfaðir og hvernig við þjálfum þá hjá börnum og unglingum. Nemandinn þjálfast í að leggja upp æfingar fyrir mismunandi aldurshópa. Stefnt er að því að nemandinn öðlist ákveðna grunnfærni og nái að auka líkamlega getu sína. Nemandinn tekur þátt í mælingum í byrjun og lok annar sem meta vissa þætti s.s. þol, styrk og liðleika.
Getum við bætt efni síðunnar?