JARÐ2EJ05 - Almenn jarðfræði
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Flekakenningin og komið inn á þau gögn sem styðja hana. Kynntar og þjálfaðar eru aðferðir til að finna staðsetningu og stærð jarðskjálfta. Helstu aðferðir og tækninýjungar til að reyna að spá fyrir um stóra jarðskjálfta eru einnig reifaðar ásamt kynningu á jarðskjálftatækni til að kortleggja það sem er undir yfirborðinu. Fjallað er um mismunandi gerðir kviku, bergraðirnar þrjár, djúpbergsmyndanir, mismunandi hraungerðir, flokkun bergs, eldstöðvakerfi, helstu gerðir eldgosa, móbergsmyndanir, dyngjur, jarðvarmasvæði og jarðvarmaleit. Unnið er með jarðfræðikort og þætti í staðfræði Íslands sem viðkoma jarðfræði. Fjallað er um jökla, ár og vötn ásamt útrænum öflum almennt og komið inn á jarðsögu Íslands. Nemandi vinnur sjálfstætt og í hópum að lausn verkefna. Áhersla er lögð á tengingu við umhverfi og reynsluheim nemenda.
Einingar: 5