JARÐ2JÞ05 - Jarðfræðitengd náttúrufræði
Undanfari : JARÐ2EJ05
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Undirstöðuatriði kortagerðar eru tekin fyrir. Nemandi fær æfingu í að draga hæðarlínur og teikna þversnið. Fjallað er um alheiminn: fjarlægðir, aldur, vetrarbrautir og sólkerfið okkar, samspil jarðar og tungls ásamt mikilvægi jarðmöndulhallans. Uppruna andrúmsloftsins og hafsins eru gerð skil. Innræn öfl eru ígrunduð og þróun landrekskenninga rekin og sérstaða Íslands skoðuð í því ljósi, þ.e. yfirborð stórs möttulstróks þar sem eru að skiljast að tveir stærstu flekar heims. Jarðvarminn, nýting hans og rannsóknir á því hvernig hans er leitað eru kynntar. Farið er í flokkun á yfirborðsbergi og nemendum kynntar algengustu bergtegundir storkubergs. Útrænu öflin með vatnið sem megin verkfæri skoðuð og nemanda kynnt hvernig allt okkar umhverfi er mótað af útrænu öflunum. Að lokum er skoðað hvar hagnýt jarðefni er að finna og hvenær þau mynduðust. Nemandi vinnur sjálfstætt og í hópum að lausn verkefna. Áhersla er lögð á tengingu við umhverfi og reynsluheim nemenda.
Einingar: 5