KÆLI3VC05 - Kælitækni 2
Undanfari : KÆLI2VK05
Í boði
: Haust
Lýsing
Nemendur öðlast þekkingu á mismunandi búnaði til kælingar, s.s plötufrysti, lausfrysti, skelískerfi, varmadælukerfi, RSW-kerfi, þrepakælikerfi, lofttemprunarkerfi, kerfi með mörgum kælirýmum og pressum (t.d. frystigeymsla eða skip), gámakerfi, og kerfi sem þurfa að ná mjög lágu hitastigi. Fjallað um heitgasafhrímingu, hegðun lofts í kæligeymslum og í lofttemprunarkerfum (þornun og raka útfellingar), íhluti í kælikerfum og hlutverk þeirra. Ennfremur er fjallað um virkni og stillingu kæliþjappa, þensluloka, þurrkara, sjónglasa, olíuskilja, mótþrýstiloka, segulloka o.fl. Nemendur kynnast pækilkerfum, kolsýrukerfum, ammoníakskerfum og nauðsynlegum öryggisþáttum sem einkenna rekstur kælikerfa. Fjallað er um helstu reglugerðir varðandi kælitækni og umhverfismál. Stefnt er að því að nemendur öðlist færni og þekkingu til að vinna við lekaeftirlit, endurheimt efna, uppsetningu búnaðar, viðhald og þjónustu.
Einingar: 5