Fara í efni

KÆLI4VD05 - Kælitækni 3

Undanfari : KÆLI3VC05
Í boði : Vor

Lýsing

Megináhersla er lögð á að nemendur öðlist þekkingu á kælibúnaði og færni í meðhöndlun hans með verkefnavinnu og greiningu mældra niðurstaðna. Sérstök áhersla er á varmafræði og varmajöfnuð. Nemendur þjálfast í rekstri kælikerfa með því að nota kælikerfi til varmafræðilegra athugana. Þeir eiga að nýta sér námsefni undanfara og áunna fagþekkingu til að vinna verklegar æfingar og tilraunir sem hafa það hlutverk að auka skilning á einstökum þáttum fræðigreinarinnar.
Getum við bætt efni síðunnar?