KYNH2KK05 - Kynlíf, klám og kærleikur
Í boði
: Haust
Lýsing
Áfanginn fjallar um kynheilbrigði í víðum skilningi en viðfangsefni áfangans eru allt frá því að fjalla um líkamsstarfsemi, frjósemi og kynþroska til mikilvægis samskipta og jákvæðrar sjálfsmyndar. Meðal annars er fjallað um væntingar einstaklinga til kynlífs, hvernig tilfinningar, sjálfsmynd og samskipti geta haft áhrif á væntingar og mörk. Einnig er tekin fyrir umfjöllun um hinsegin fræðslu, líkamsvirðingu, ofbeldi, kynhegðun og hverjar hugmyndir samfélagsins um eðlilega kynhegðun séu. Þá verður sérstaklega fjallað um að setja mörk og hvernig má efla samskipti í kynlífi. Þá verða fjallað sérstaklega um forvarnir, getnaðarvarnir og annað slíkt.
Einingar: 5