Fara í efni

LÍFF3BÖ05 - Örverufræði

Undanfari : LÍFF3SE05
Í boði : Haust

Lýsing

Í áfanganum er farið í grunnatriði örverufræði og staða örverufræðinnar innan náttúrufræðinnar skoðuð. Farið yfir flokkun dreifkjörnunga og frumvera sem og lífsstarfsemi örvera eins og efnaskipti, æxlun og dreifingu. Nemandinn lærir um mikilvægi örvera í náttúrulegum vistkerfum, í iðnaði sem og skemmdir og sjúkdóma af völdum örvera og varnir gegn þeim. Helstu flokkar baktería eru kynntir. Frumatriði í veirufræði, s.s. staða veira í lífheiminum, gerð, fjölgun, áhrif veira á hýsla, veirusjúkdómar og varnir gegn þeim. Flokkun sveppa og staða frumdýra í lífheiminum. Nemandinn kynnist vinnubrögðum á rannsóknarstofu eins og að vinna sterilt og skrá niðurstöður skipulega. Sérstök áhersla er lögð á að tengja þekkingu nemendans í erfðafræði við örverufræði og tengja efni áfangans við daglegt líf.
Getum við bætt efni síðunnar?