Fara í efni

LÍFF3SE05 - Erfðafræði

Undanfari : LÍFF2LK05
Í boði : Vor

Lýsing

Í áfanganum er farið í sögu erfðafræðinnar og stöðu hennar innan náttúruvísinda, lykilatriði frumuerfðafræði, frumuskiptingu, litninga og gen, myndun kynfrumna og frjóvgun. Einnig er fjallað um erfðamynstur lífvera og hvað ræður kynferði þeirra. Áhersla er á sameindaerfðafræði. Bygging DNA, myndun próteina og atburðarás prótínmyndunar rakin. Breytingum á erfðaefni, stökkbreytingum og litningabreytingum er lýst og fjallað um helstu aðferðir sem beitt er í erfðarannsóknum og erfðatækni. Fjallað er um ýmis álitamál sem tengjast erfðatækni s.s. klónun, stofnfrumur og erfðabreytingar á lífverum. Fjallað er um mikilvægi grundvallarþekkingar á erfðafræði í daglegu lífi og hvaða möguleika erfðafræðin gefur til framtíðar.
Getum við bætt efni síðunnar?