Fara í efni

LÍFS1FN04 - Neytenda- og fjármálalæsi

Í boði : Alltaf

Lýsing

Í þessum áfanga er fjallað um samband nemandans við umhverfið sem hann býr í; fjölskylduna, vinina, afþreyingarmiðla, samfélagsmiðla, skólafélagana, markaðsöflin og nærsamfélagið. Fjallað er um nemandann í nútímasamfélagi, jafnrétti, hvað ber að varast og hvað þarf til að vera virkur samfélagsþegn. Í áfanganum er stefnt að því að nemandinn verði meðvitaður um sig sem neytanda, fjármál sín og áhrif á daglegt líf. Með fjölbreyttum kennsluaðferðum s.s. leikjum, umræðum og verkefnavinnu er lögð áhersla á að nemandinn verði læs á fjármála- og neytendaumræðu í samfélaginu. Markmið áfangans er að gera nemandann sjálfbjarga í nútímasamfélagi og efla gagnrýna hugsun. Um er að ræða verkefnabundið nám og nemandinn rannsakar viðfangsefni áfangans á gagnrýninn og skapandi hátt.
Getum við bætt efni síðunnar?