LIME2ML05 - Menningarlæsi
Í boði
: Haust
Lýsing
Í áfanganum fær nemandinn innsýn í menningarsöguna og hvernig þróun og víxlverkun listgreina og samfélags mótar þann nútíma sem við lifum í. Nemandinn kynnist forsendum skynjunar mannsins og margvíslegum möguleikum hans til listrænnar tjáningar. Nemandinn kannar fagurfræðilegar og hugmyndalegar forsendur lista og hvernig þróun þeirra tengist breytingum samfélagsins á hverjum tíma s.s í tengslum við trúarbrögð, tæknilegar nýjungar, þróun í vísindum og stjórnmálum. Nemandinn rannsakar þætti sem snúa að skynhrifum. Hann vinnur verkefni þar sem hann kannar mismunandi listgreinar, tengsl þeirra innbyrðis og ólík stíltímabil.
Einingar: 6