LIME3MU04 - Listir og menning líðandi stundar
Í boði
: Vor
Lýsing
Í áfanganum kynnir nemandinn sér menningarumhverfi samtímans og rannsakar það út frá merkingu, menningarsögu og faglegri opinberri umfjöllun. Námið byggist á virkri þátttöku nemandans og frumkvæði þar sem hann metur menningarviðburði líðandi stundar á eigin forsendum í samanburði við faglega umfjöllun í fjölmiðlum. Nemandinn sækir ýmsa menningarviðburði og skoðar stofnanir að eigin frumkvæði og kennara. Það sem vekur athygli nemandans og tengist viðfangsefnum áfangans er til opinnar og rannsakandi umræðu í nemendahópnum þar sem virkni og umburðarlyndi er leiðarstef. Nemandinn fylgist með menningarumræðunni og safnar ýmsu menningartengdu efni sem vekur áhuga hans og greinir á rökstuddan og gagnrýninn hátt. Hann vinnur úr athugunum sínum ýmist einn eða í hóp og setur niðurstöður sínar fram á fjölbreyttan hátt.
Einingar: 4