Fara í efni

LÍOL2VÖ05 - Vöðvafræði

Undanfari : LÍFF2LK05-LÍOL2SS05
Í boði : Ekki alltaf

Lýsing

Allir helstu beinagrindarvöðvar líkamans. Uppbygging vöðvafrumu, helstu atriði í vöðvasamdrætti og orkumyndun vöðva. Staðsetning, útlit, upptök og festur helstu vöðva líkamans ásamt því að þekkja hlutverk þeirra og latínuheiti. Nemandi kunni skil á algengustu tegundum vöðvaójafnvægis í líkamanum og leiðir til að bregðast við því, þekki helstu tegundir meiðsla á liðum og vöðvum líkamans. Farið er yfir bein líkamans, uppbygging mismunandi liðamóta og hreyfingar beina út frá þeim. Áhersla er lögð á tengingu við umhverfi og reynsluheim nemenda, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Getum við bætt efni síðunnar?