LISA1HN05 - Listasaga frá hellamálverkum til nýklassíkur
Í boði
: Vor
Lýsing
Í áfanganum kynnir nemandinn sér forsendur sjónlista og helstu stílbrigði í listasögu frá öndverðu og fram á 19. öld í samhengi við evrópska sögu og tengsl listarinnar við þjóðfélagið á hverjum tíma. Markmið áfangans er meðal annars að nemandinn geri sér grein fyrir eðli þeirra þátta sem mótað hafa listsköpun mannsins í gegnum tíðina. Farið er í gegnum helstu þætti listasögunnar í tengslum við tíðaranda og tækniframfarir hvers tímabils og munu nemendur nýta sér fjölbreytta miðla við upplýsingaleit og þekkingaröflun og nýta sér tölvutækni og nýmiðla við framsetningu verkefna sem unnin eru á önninni. Nauðsynlegt er að nemandinn sé virkur, sjálfstæður og skapandi í þekkingarleit sinni, framsetningu og kynningu á verkefnum sínum.
Einingar: 5