Fara í efni

LISA2RA05 - Listasaga 19. og 20. aldar

Undanfari : LISA1HN05
Í boði : Haust

Lýsing

Í áfanganum lærir nemandinn um forsendur sjónlista frá rómantík á fyrri hluta 19. aldar fram að popplistinni um 1960. Hann gerir sér grein fyrir eðli þeirra þátta sem mótað hafa listsköpun mannsins á hverjum tíma. Helstu þræðir listasögunnar eru raktir og settir í samhengi við samfélagsgerð og samfélagsbreytingar, stjórnarfar, heimspeki, hugmyndafræði og tæknibreytingar. Ljósi er varpað á áhrif tímabilsins á nútímalistir. Nemandinn vinnur undir leiðsögn kennara þar sem kallað er eftir að hann sé virkur, skapandi og sjálfstæður í þekkingarleit. Nemandinn nýtir sér fjölbreytta miðla við upplýsingaöflun og þekkingarleit og nýtir sér tölvutækni og/eða nýmiðla við framsetningu verkefna sinna. Áhersla er lögð á ígrundaða hugsun og rökstuðning hugmynda.
Getum við bætt efni síðunnar?