Fara í efni

LISA3ÍS05 - Íslensk myndlistarsaga

Í boði : Haust

Lýsing

Í áfanganum er farið yfir helstu stílbrigði sjónlista á Íslandi frá landnámi og fram á 20. öld í samhengi við þróun evrópskrar listasögu og tengsl listarinnar við þjóðfélagslegar forsendur á hverjum tíma. Farið er í gegnum helstu stíleinkenni og stefnur í tengslum við tíðaranda hvers tímabils og tæknilegar, félagslegar og landfræðilegar forsendur íslenskrar listsköpunar fyrr og nú rannsakaðar. Áhersla er lögð á að nemandinn nýti sér fjölbreytta miðla við upplýsingaleit og framsetningu verkefna.
Getum við bætt efni síðunnar?