LISA3TB05 - Textíl-, búninga- og hönnunarsaga
Undanfari : LISA2RA05
Í boði
: Haust
Lýsing
Í áfanganum fær nemandinn innsýn í textíl-, búninga- og hönnunarsögu mannsins frá upphafi fram á okkar daga. Nemandinn fær einnig innsýn í verkmenningu mannsins í ólíkum menningarsamfélögum frá tímum pýramídanna og fram á 21. öldina. Lögð er áhersla á að hann geri sér grein fyrir hvaða áhrif gróður og veðurfar hefur á gerð bygginga, fatnaðar og annarra hluta sem ætlaðir eru til almennra nota í manngerðu umhverfi. Nemandinn greinir helstu tímabil, menningu, áhersluþætti og efnisnotkun. Kennsluhættir áfangans byggja á því að nemandinn sé virkur, sjálfstæður og skapandi í þekkingarleit, upplýsingaöflun og fremsetningu verkefna og hugmyndabókar.
Einingar: 5