Fara í efni

LOGS1PS03 - Logsuða og logskurður

Í boði : Haust

Lýsing

Í áfanganum lærir nemandinn að umgangast gashylki, logsuðu- og logskurðartæki. Hann lærir að fylgja suðulýsingu, logsjóða plötujárn í suðustöðum PA, PC og PF með I-rauf. Nemandinn fær þjálfun í að lóða og logskera fríhendis og bregðast rétt við ef hættu ber að höndum. Farið er yfir brunahættu vegna loga og neistaflugs, sprengihættu vegna áhrifa acetýlens á eir og áhrifa súrefnis á olíu og feiti og vegna íláta sem innihalda eða hafa innihaldið eldfim efni. Farið er í undirstöðuatriði heilsuverndar, hlífðarfatnað og hlífar.
Getum við bætt efni síðunnar?