LOGS2PR03 - Suðubúnaður og aðferðir
Í boði
: Vor
Lýsing
Í áfanganum læra nemendur að ná tökum á að sjóða frá- og mótsuðu í bæði plötur og rör í suðustöðunum PA-BW, PC-BW og PF-BW með suðugæðum C samkvæmt ÍST EN 25817. Þeir eiga að geta valið rétta raufargerð, rétta spíssastærð og stillt vinnuþrýsting m.t.t. efnisþykktar. Þeir tileinka sér færni í logskurði og þekkingu á plasmaskurði og leiserskurði.
Einingar: 3