LOVE3LI05 - Lokaverkefni í myndlistar- og textílgreinum
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Nemandinn vinnur lokaverkefni eftir eigin áhugasviði allt frá grunnhugmynd að lokaútfærslu. Hann getur dýpkað skilning sinn á miðlum sem hann hefur áður kynnst eða kynnt sér nýja. Nemandinn gerir verkáætlun sem hann fylgir eftir. Hann leitar víða gagna bæði hvað varðar hugmyndir og tækni. Hann ígrundar vinnu sína jafnt og þétt í samvinnu við kennara og nemendahóp. Verk hans skal uppfylla kröfur um hugmyndaauðgi, listræna framsetningu og góðan frágang. Nemandinn gerir grein fyrir forsendum fyrir vali á viðfangsefni, hugmynd að baki, þróunarferli og afstöðu til niðurstöðu. Nemandinn tekur þátt í að undirbúa og setja upp sýningu á verkum hópsins.
Einingar: 5