Fara í efni

LOVE3SR05 - Lokaverkefni brautar

Í boði : Alltaf

Lýsing

Í áfanganum vinnur nemandi á síðasta námsári lokaverkefni sem byggir á fræðilegri þekkingu á námssviði/sérgrein hans. Áfanginn gefur möguleika á þverfaglegu samstarfi, þó er gert ráð fyrir að nemandinn velji efni tengt sinni braut. Nemandinn fær kennslu í helstu aðferðum rannsókna og þjálfun í þeim fræðilegu vinnubrögðum sem tíðkast við vinnslu og frágang verkefna. Krafist er vitsmunalegrar og verklegrar leikni til að vinna verkefnið og ætlast er til að nemandinn öðlist hæfni til að nýta fyrri þekkingu og skilning við úrvinnslu. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð, að nemandinn læri að setja fram skoðanir sínar á faglegan hátt og taki ábyrgð á eigin námi.
Getum við bætt efni síðunnar?