MEIS4GS02 - Gæðastjórnun
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Nemandinn kynnist grundvallarhugtökum gæðastjórnunar, tilgangi, hugmyndafræði hennar, vinnubrögðum og uppbyggingu gæðahandbóka. Nemandum skal vera ljóst hvers vegna fyrirtæki taka upp gæðakerfi og vita hvernig gæðastjórnun er beitt til að stuðla að umbótum og bættri stöðu þeirra. Jafnframt skilji nemandinn af hverju fyrirtæki sækjast eftir vottun og hvaða áhrif gæðakerfi getur haft á starfsumhverfi þeirra. Kynntir verða ýmsir gæðastaðlar og gæðahandbækur s.s. ISO9000, HACCAP og handbók Samtaka iðnaðarins. Að áfanganum loknum er nemandinn fær um að taka þátt í skipulögðu gæðastarfi á vinnustað.
Einingar: 2