Fara í efni

MEIS4KL06 - Kennsla og leiðsögn

Í boði : Ekki alltaf

Lýsing

Nemandi þekki námskröfur og uppbyggingu náms til sveinsprófs í iðngrein sinni og viti hvernig skóli og iðnfyrirtæki þurfa að vinna saman að menntun einstaklingsins. Nemandi kynnist lögum, reglugerðum, námskröfum og uppbyggingu náms til sveinsprófs í iðngrein sinni. Hann þekkir réttindi og skyldur iðnmeistara og iðnnema í vinnustaðanámi/starfsþjálfun og hlutverk hvers og eins er kemur að færslum í ferilbók. Hann getur skipulagt þjálfun og greint færnikröfur í sinni grein og valið viðeigandi aðferðir við leiðsögn og þjálfun nema. Hann kann að leggja mat á námsþarfir iðnnema með hliðsjón af námskrá og getur gert heildstæða þjálfunaráætlun. Hann veit hvernig meistari getur búið iðnnema æskileg skilyrði til náms og þroska í námi sínu og kann aðferðir til að miðla þekkingu og annast handleiðslu í samræmi við námsþarfir nemendans og námskröfur iðngreinarinnar. Hann þekkir bestu aðferðir til að meta nám og námsframfarir og hvernig hann getur notað hvatningu og endurgjöf til að stuðla að námi nemenda sinna. Hann er meðvitaður um að einstaklingsmunur nemenda getur kallað á mismunandi vinnubrögð við skipulag náms þeirra.
Getum við bætt efni síðunnar?