MEIS4RE05 - Rekstrarfræði
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Lögð er áhersla á að nemandi öðlist innsæi og skilning á lögmálum hagfræðinnar. Nemandi kynnist helstu hugtökum í hagfræði, mikilvægi fyrirtækja og framleiðslu í efnahagshringrásinni, áhrif innflutnings og útflutnings á efnahagslíf, gengissveiflna og áhrifum vaxta á fjárfestingu og sparnað. Fjallað er um fjórfrelsissamning EFTA við EES og þau áhrif sem hann hefur á íslenskt efnahagslíf. Farið er yfir helstu þætti er varða skipulag fyrirtækja og framleiðslu, grundvöll rekstrar, framleiðni og arðsemi. Kynntar eru aðferðir við gerð framleiðsluferla, framleiðsluútreikninga, gerð rekstraráætlana, verðútreikninga, framlegðarútreikninga, leiðir til fjármögnunar og arðsemisútreikninga. Áhersla er á að nemandinn tileinki sér gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð. Fjallað er um rekstrarumhverfi fyrirtækja og samspil fyrirtækja og umhverfis með sérstaka áherslu á sjálfbærni. Skoðað verður hlutverk tækni með áherslu á gervigreind og mikilvægi hennar í rekstri fyrirtækja í nútíð og framtíð.
Einingar: 4