MEIS4SÖ03 - Sölufræði
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Í áfanganum er farið í grunnatriði innkaupa og birgðastýringar. Sölutækni og samskipti við viðskiptavini. Farið í ýmsa þætti er varða fagmennsku við sölu og þjónustu. Lögð er áhersla á góð samskipti, að halda viðskiptavinum ánægðum og koma í veg fyrir óánægju þeirra. Hvernig á að bregðast við ábendingum og kvörtunum og nýta þær til að bæta vörur og þjónustu og öðlast þannig samkeppnisforskot. Nemendur kynnast meginþáttum þjónandi forystu (servant leadership) og mikilvægi þess að auka verðmætasköpun, samkeppnishæfni, nýsköpun og sjálfbærni með aukinni þjónustu.
Einingar: 3