Fara í efni

MEKV2ÖH03 - Mekatronik 4

Undanfari : MEKV2TK03
Í boði : Vor

Lýsing

Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur fái innsýn í forritanlega örgjörva og hvernig hægt er að forrita þá og nota í skynjararásum og ýmiskonar stýrirásum. Farið er í greiningu viðfangsefna og hönnun virkni með hjálp flæðirita, blendingsmáls og stöðurita.Nemendur læra helstu atriði varðandi gerð forrita (runa, val og ítrekun) og aðferðir við að framkvæma þær. Lögð er áhersla á að miða lausnir við þriggja eininga model örtölvu (inntak, úrvinnsla, úttak) og sérstaklega skoðaðir möguleikar á að nýta bólska algebru við úrvinnslu. Lögð er áhersla á að sýna fram á hvernig nota má sannleikstöflur og Karnaugkort til að gera stærðfræði jöfnur sem leysa viðfangsefni og hvernig hönnunaraðferðir hafa áhrif á uppbyggingu forrita. Tölvutækni er notuð við verkefnavinnu og skýrslugerð.
Getum við bætt efni síðunnar?