MELÆ1ML05 - Menning og nærsamfélag
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í áfanganum er nemandinn þjálfaður í læsi í víðum skilningi og gagnrýninni hugsun. Áhersla er á að nemandinn öðlist skilning á menningarsamfélagi nútímans, beri saman við mismunandi menningarsamfélög og átti sig á mikilvægi sjálfbærni, jafnréttis og lýðræðis. Að auki verður nemandinn meðvitaðri um tengsl einstaklings og samfélags, eigin ábyrgð, þátttöku og mögulegum áhrifum. Nemandinn kynnir sér það sem er að gerast í menningarlífinu, metur það og skoðar með aðstoð samnemenda og kennara. Um er að ræða verkefnabundið nám og nemandinn rannsakar viðfangsefni áfangans hverju sinni á gagnrýninn og skapandi hátt.
Einingar: 5