Fara í efni

MYNL2GR04 - Listgrafík

Undanfari : MYNL2MA05
Í boði : Ekki alltaf

Lýsing

Í áfanganum er fjallað um listgrafík. Hvað er grafík og hver er sérstaða hennar innan myndlistar. Nemendur vinna teikningu fyrir grafík, læra að flytja teikningu yfir á þrykkplötu og skoða hvernig mismunandi þrykk aðferðir kalla á mismunandi vinnubrögð. Grafík sem fræðigrein er kynnt og innsýn gefin í nokkrar grafíkaðferðir s.s. einþrykk, hæðarþrykk og djúpþrykk. Unnin er skissuvinna, þrykkt svo það uppfylli kröfur um að teljast upplag, og kennt hvernig ganga á frá grafíkmyndum og merkja þær. Nemendur fá þjálfun í umgengni við grafíkpressu og einnig í að þrykkja án grafíkpressu.
Getum við bætt efni síðunnar?