MYNL2LJ05 - Ljósmyndun
Undanfari : HUGM2HÚ05
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í áfanganum lærir nemandinn að beita aðferðum ljósmyndunar til að tjá hugmyndir sínar og tilfinningu fyrir umheiminum. Hann lærir á stillingar ljósmyndavélarinnar (filmu eða stafræna) og spreytir sig í myndatöku aðallega við náttúrulega lýsingu. Nemandinn kynnist vinnu í myrkrakompu þar sem hann framkallar og stækkar svart/hvítar myndir teknar á filmu og gerir tilraunir á skapandi hátt. Áhersla er lögð á eigin túlkun í nálgun viðfangsefna og meðvitund nemanda um inntak og uppbyggingu bæði einstaka mynda og í samhengi innan myndraða.
Einingar: 5