MYNL2MA05 - Módelteikning og líkamsbygging
Undanfari : SJÓN1TF05-SJÓN1LF05
Í boði
: Vor
Lýsing
Nemandinn þjálfar sig í að umbreyta þrívíðu formi mannslíkamans í tvívíða teikningu. Samvinna sjónskynjunar og hreyfingar handa er efld á ýmsa vegu. Nemandinn tileinkar sér aðferðir til að meta stærðir, stefnu, hlutföll og afstöðu mismunandi líkamsparta og raða saman í heildarmynd. Hann rannsakar á agaðan hátt byggingu og mótun forma mannslíkamans þar sem áhersla er á jafnvægi, hlutföll, hreyfingu og innsýn í þann samhljóm sem er milli módelteikningar og beina og vöðvabyggingar. Nemandinn beitir einnig frjálsri teikningu þar sem leikur, túlkun og tjáning er í forgrunni.Teiknað og mótað er eftir lifandi fyrirmynd, beinagrind og tvívíðum myndum t.d. með blýanti, kolum, bleki og leir. Í tengslulm við verkefnavinnu skoðar nemandinn dæmi úr myndlistasögu og samtímalist þar sem mannslíkaminn er viðfangsefnið. Hann vinnur sjálfstætt að nánari skoðun á módeli og teiknistíl milli kennslustunda og ígrundar stöðugt verk sín í samvinnu við aðra nemendur og kennara.
Einingar: 5