MYNL3MS05 - Módelteikning og líkamsbygging, framhald
Undanfari : MYNL2MA05
Í boði
: Haust
Lýsing
Nemandinn byggir á fyrri módeláfanga og dýpkar skilning sinn og eykur þekkingu á stærðfræði og fagurfræði mannslíkamans. Hann heldur áfram að þjálfa sig í að umbreyta þrívíðu formi mannslíkamans í tvívíða teikningu með samvinnu sjónskynjunar og hreyfingar handar. Hann rannsakar byggingu og mótun forma mannslíkamans þar sem áhersla er á jafnvægi, hlutföll, hreyfingu milli módelteikningar og beina og vöðvabyggingar. Hann beitir einnig frjálsri teikningu þar sem skynjun, túlkun og tjáning er í forgrunni. Unnið er eftir lifandi fyrirmynd, beinagrind og tvívíðum myndum með ýmiss konar efnum og aðferðum. Nemandinn vinnur sjálfstætt að nánari skoðun á módeli og teiknistíl milli kennslustunda og ígrundar stöðugt verk sín í samvinnu við kennara og aðra nemendur.
Einingar: 5