Fara í efni

NÁLÆ1UN05 - Almenn náttúrUfræði

Í boði : Alltaf

Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandi auki þekkingu og skilning á umhverfi sínu, áhrifum mannsins á náttúruna og sjálfbærni í nútíma þjóðfélagi ásamt því að verða meðvitaðri um órjúfanleg tengsl einstaklings og náttúru. Nemandinn kynnist helstu atriðum og hugtökum náttúruvísindagreina, hvernig þau tengjast daglegu lífi og þjálfast í að nýta sér upplýsingar. Nemandinn gerir sér grein fyrir mikilvægi auðlinda og þroskar með sér vitund um landnýtingu, nýtingu sjávar og umhverfisvæna orkuöflun. Áhersla er lögð á að vekja áhuga, efla þekkingu og ábyrgðarkennd nemandans gagnvart náttúrunni. Um er að ræða verkefnabundið nám með áherslu á samvinnu og frumkvæði og nemandinn rannsakar viðfangsefni áfangans hverju sinni á gagnrýninn og skapandi hátt.
Getum við bætt efni síðunnar?