NÁLÆ2AS05 - Landafræði
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í áfanganum er varpað ljósi á það hvernig maðurinn nýtir auðlindirnar en einungis sjálfbær nýting dugir til langframa. Umhverfisvernd er samofin sjálfbærri þróun en hvort tveggja er tekið fyrir. Ýmis lýðfræðihugtök eru kynnt og þjálfuð. Staðfræði er all stór hluti áfangans þar sem markmiðið er að vita hvar öll lönd heimsins liggja, þéttbýlisstaðir á Íslandi ásamt helstu fjörðum, eyjum, jöklum og leiðum. Lögð er áhersla á kortalæsi, kynnt eru helstu fyrirbærin í lofthjúpnum og hvernig vindakerfi jarðar ákvarða hvar helstu þurrka og úrkomsvæðin eru. Kynnt eru m.a. hin frjósömu jarðvegssvæði jarðar, græna byltingin og helstu gerðir landbúnaðar. Þróun landa og þróunarkvarðar eru teknir fyrir, iðnaður og viðskiptabandalög, borgvæðing og skipulagsmál. Nemandi vinnur sjálfstætt og í hópum að lausn verkefna. Áhersla er lögð á tengingu við umhverfi og reynsluheim nemenda, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Einingar: 5