Fara í efni

NETV3RE05B - Nettækni og miðlun

Undanfari : NETV2RE05A
Í boði : Vor

Lýsing

Áfanginn fjallar um miðlægan tölvubúnað í netkerfum fyrirtækja. Nemendur læra um uppbyggingu og virkni miðlægs vélbúnaðar og netstýrikerfa. Þeir læra um algengustu stýrikerfi, diskakerfi, netþjóna, kælibúnað, varaafl, eftirlistbúnað og skýjalausnir af ýmsum gerðum. Farið er í öryggisafritun gagna og þau kerfi sem eru notuð til að tryggja örugga varðveislu afritanna. Nemendur kynnast stærri gagnageymslum ásamt því að heimsækja fyrirtæki sem hýsa gögn. Lögð er áhersla á net og miðlunarþjónustur meðal stórra og stærri fyrirtækja. Í lok þessa áfanga þekkir nemandinn uppbyggingu og virkni miðlægs búnaðar og hvernig farið er að því að tryggja að netþjónusturnar haldist í gangi þrátt fyrir bilanir, auk þess hvernig öryggi gagnanna og afrita sé best fyrir komið.
Getum við bætt efni síðunnar?