RAMV2MJ05 - Rafmagnsfræði 2 fyrir vélstjóra
Undanfari : RAMV1HL05-STÆF2RH05
Í boði
: Haust
Lýsing
Nemendur kynnast uppbyggingu og notkun rafmæla, öðlast þekkingu á segulmagni og rafsegulmagni og geta útskýrt grundvallarvinnumáta rafvéla út frá því. Nemendur öðlast þekkingu á uppbyggingu jafnstraumsvéla, á tengibúnaði jafnstraumsmótora og geta annast bilanaleit. Þá öðlast nemandinn þekkingu á undirstöðuatriðum riðstraumsrása og raflögnum í íbúðum.
Einingar: 5