Fara í efni

RAMV3RF05 - Rafmagnsfræði fyrir vélstjóra 4

Undanfari : RAMV2SR05, STÆF2RH05
Í boði : Vor

Lýsing

Þessi áfangi fjallar um grundvallaruppbyggingu og eðli riðstraums og þau lögmál og hugtök sem þar eiga við. Nemendur öðlast þekkingu og færni við að beita vektoramyndum og útreikningi í riðstraumsrásum og öðlast þannig skilning á orsökum og áhrifum fasviks í riðstraumsrásum bæði, einfasa og þriggja fasa, ásamt því að öðlast betri skilning á raforkukerfum og geti annast rekstur þeirra.
Getum við bætt efni síðunnar?