RAMV3VC04 - Rafmagnsfræði 5
Í boði
: Haust
Lýsing
Nemandinn öðlast þekkingu og færni í að nota staðal fyrir rafteikningagerð. Hann kynnist upbyggingu og gerð rafteikninga, fær þjálfun í lestri rafteikninga og gerir sér grein fyrir uppbyggingu rafkerfa. Nemandinn kynnist ýmsum gerðum teikninga, t.d. kassateikningum (flæðirit), einlínuteikningum og straumrásarteikningum. Nemandanum er kennt að nota teiknistaðal og alþjóðastaðallinn (IEC) kynntur. Lögð er áhersla á lestur rafteikninga og þá helst af rafkerfum skipa. Nemandinn öðlast yfirsýn yfir uppbyggingu rafkerfa og kynnist ýmsum reglugerðarákvæðum í sambandi við rafkerfi skipa. Nemandinn kynnist vinnumáta og notkun algengustu fjarskipta- og siglingatækja.
Einingar: 4