Fara í efni

RÖKR3IS05 - Rökrásir 1

Undanfari : RAMV2MJ05
Í boði : Vor

Lýsing

Nemandinn öðlast undirstöðuþekkingu í gerð rökrása og fær þjálfun í hönnun og greiningu á einföldum rökrásum, tengingum og forritun þeirra. Hann þjálfast í að setja saman og tengja rökrásahlið fyrir ákveðna virkni, skrifa formúlu samsettrar rásar og prófa virkni hennar. Nemandinn öðlast þekkingu og skilning á hvernig hægt er að byggja upp rökrásavirkni í iðntölvum og forritanlegum rökrásum. Kynnist hugtökunum forrit (program), stigarit (ladder) og rim (network) og fær þjálfun í að setja upp einfalda stýringu í tölvunni og þjálfun í að tengja búnað við inn- og útganga.
Getum við bætt efni síðunnar?