SAGA2MT05 - Mannkynssaga frá 1900 til okkar daga
Undanfari : SAGA2NM05
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Valdir þættir úr sögu 20. aldar verða teknir til íhugunar og gagnrýninnar skoðunar. Fjallað verður um Ísland og aðstæður hér og hvernig atburðir í öðrum löndum höfðu áhrif á íslenskt samfélag. Leitast verður við að kafa dýpra í valið efni og það skoðað og rannsakað með margvíslegu móti. Áhersla á að tengja námsefnið reynsluheimi nemanda, auka víðsýni hans og rökhugsun. Nemandinn kynnist heimildarýni af ýmsu tagi og sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum.
Einingar: 5