SAGA2SÍ05 - Mannkynssaga frá frönsku byltingunni til samtímans
Í boði
: Vor
Lýsing
Þessi áfangi spannar það skeið sem kennt er við nútíma, frá frönsku byltingunni til líðandi stundar. Þetta eru tímar tæknibreytinga, hugsjóna og hagsmuna sem hafa leitt til kjarabóta, velmegunar og menningarauka en einnig stórstyrjalda og hörmunga á 20. öld. Í áfanganum verða teknir til umfjöllunar nokkrir valdir efnisflokkar, t.d. hversdagslíf og hugmyndastefnur á 19. öld, tilraunir manna til að breyta heiminum og lífsskilyrðum sínum til hins betra. Áhersla á að tengja námsefnið reynsluheimi nemanda og auka víðsýni hans.
Einingar: 5